Innlent

Jónas frægasta byttan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Jökulsson ætlar að fræða fólk hjá SÁÁ um fyllibyttur fyrri alda. Mynd/ Hari.
Illugi Jökulsson ætlar að fræða fólk hjá SÁÁ um fyllibyttur fyrri alda. Mynd/ Hari.
Það er full ástæða til þess að íslenskir fjölmiðlar taki til alvarlegrar meðferðar áhrif drykkjumanna á Íslandssöguna síðustu 20, 30 eða 40 árin, segir Illugi Jökulsson rithöfundur.

Illugi ætlar að halda erindi um sögulegar fyllibyttur á fundi hjá SÁÁ á miðvikudagskvöld. Þar ætlar hann að segja frá alræmdum drykkjurútum, brennivínsberserkjum og óhófskonum og fjalla um áhrif drykkju þeirra á eigið líf, samtíð og samferðarmenn. „Það var sá góði maður Gunnar Smári (Egilsson: innsk. blm) sem bað mig um að gera þetta. Hann hefur einhverskonar umsjón með miðvikudagskvöldum hjá SÁÁ," segir Illugi. „Ég er að reyna að viða að mér einhverju efni um þetta," segir Illugi.

Illugi verður hugsi þegar að Vísir spyr hann hver sé frægasta fyllibytta Íslandssögunnar. „Það eru ýmsar núlifandi fyllibyttur að láta kveða að sér ennþá í Íslandssögunni en við skulum láta þær liggja á milli hluta," segir Illugi. Hann ætlar mest að fjalla um fyllibyttur fyrri alda. „Frægasta fyllibyttan er náttúrlega Jónas Hallgrímsson, því að það er talið að það hafi beinlínis orðið honum að aldurstila, þó að það sé nú kannski ekki alveg með réttu. En verðum við ekki að nefna hann sérstaklega til sögunnar," segir Illugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×