Formúla 1

Stöð 2 Sport biðst velvirðingar á hnökrum á Formúlu 1 útsendingu

Miklar tafir uðu á mótinu í Suður Kóreu í gær vegna rigningar.
Miklar tafir uðu á mótinu í Suður Kóreu í gær vegna rigningar. Mynd: Getty Images/Clive Mason
Vegna úrhellisrigningar í gær fór mótshald í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu úr skorðum. Svo miklar urðu tafirnar að bein útsending frá Formúlu 1 að Stöð 2 Sport læstist á þá sem ekki hafa áskrift, þar sem ekki var gert ráð fyrir töfinni í læsingarrammanum. Varð nokkur óánægja meðal þeirra sem fylgdust með útsendingu af þeim sökum, þar sem útsendingin var læst um tíma, en hún var opnuð aftur þegar málið uppgötvaðist. "Formúla 1 útsendingar frá tímatöku og kappakstri á Stöð 2 Sport eiga undantekningalaust að vera sendar út í opinni dagskrá. Þeir áhorfendur sem lentu í að útsending læstist eru hér með beðnir velvirðingar á þeim leiðu mistökum. Tryggt hefur verið að þetta endurtaki sig ekki", sagði Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri á Stöð 2 Sport um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×