Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen tryggði sér í dag öruggan sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi.
Hann lauk keppni á 16 höggum undir pari og var heilum sjö höggum á undan næsta manni, Englendingnum Lee Westwood.
Oosthuizen fór lokahringinn á 71 höggi. Drengurinn virðist hafa stáltaugar því hann lék frábærlega undir pressu síðustu tvo dagana.
Paul Casey spilaði djarft í dag en það gekk ekki upp. Hann lauk því keppni á 8 höggum undir pari en þeir Rory McIlroy og Henrik Stenson voru á sama skori.