Íslenski boltinn

Atli Sveinn: Vissum upp á okkur skömmina í hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, var hress eftir sigurleikinn gegn KR í kvöld. Valur vann 2-1 en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik

„Það er frábært að ná í þrjú stig hérna. Við vorum ekki nægilega ánægðir með okkur í fyrri hálfleik og vissum upp á okkur skömmina. Við gerðum mun betur í seinni hálfleik, spiluðum boltanum niðri og nýttum hraðann fram á við," sagði Atli Sveinn eftir leikinn á KR-velli.

Valsliðið virkar þéttara með hverjum leiknum og er komið á gott flug eftir fremur erfiða byrjun. Atli er þó á því að enn megi ýmislegt bæta. „Liðsheildin var fín í dag en við erum að vinna í því að þétta vörnina enn betur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×