Fótbolti

Fyrirliði Dana: Leið eins og ég væri á Ibiza

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jon Dahl Tomasson, fyrirliði danska landsliðsins.
Jon Dahl Tomasson, fyrirliði danska landsliðsins. Mynd/AFP
Jon Dahl Tomasson, fyrirliði danska landsliðsins, þótti sitt lið ekki spila mikinn sóknarbolta í 0-1 tapi á móti Suður-Afríku í undirbúningsleik fyrir HM sem fram fór um helgina.

Tomasson hefur fengið einhverja gagnrýni þar sem mörgum finnst hans tími liðinn hjá landsliðinu en hann er harður á því að hann hafi allt til að bera til að spila í fremstu víglínu danska liðsins.

„Ég er ákveðinn í því að ég hef það sem þarf til en við verðum að vera boltann ef að ég á að gera eitthvað. Það segir sig sjálft. Mér leið eins og ég væri á Ibiza í leiknum á móti Suður-Afríku. Ég var mikið einn og yfirgefinn og fékk fáa bolta tol að vinna úr," sagði Jon Dahl Tomasson við Danmarks Radio.

Jon Dahl Tomasson er búinn að skora 51 mark í 110 landsleikjum og þarf bara eitt mark til þess að jafna markametið hjá danska landsliðinu. Hann er líka sá útileikmaður sem hefur spilað flesta landsleiki.

„Við viljum vera framar á vellinum og setja meiri pressu á boltann. Við viljum spila fótbolta og við trúum á það að spila sóknarbolta en innan góðs skipulags," sagði Jon Dahl Tomasson.

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var kannski að undirbúa varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi en það er fyrsti leikur Dana á HM í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×