Orri Freyr: Hefði verið gaman að spila fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2010 16:15 Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Grindavíkur. Mynd/Vilhelm Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda." Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda."
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira