Fótbolti

Butt skoraði og klúðraði víti í Kína - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Nicky Butt, fyrrum leikmaður Man. Utd og Newcastle, tók áhugavert skref á ferlinum um daginn er hann samdi við lið í Kína sem heitir hinu skemmtilega nafni Suður-Kína. Liðið spilar heimaleiki sína í Hong Kong.

Butt er ekki beint þekkt markamaskína en hann skoraði aðeins 29 mörk í 440 leikjum á Englandi.

Hann reimaði á sig markaskóna við lendingu í Kína og fór mikinn í sínum fyrsta leik.

Hann jafnaði leikinn fyrir sitt lið með marki beint úr aukaspyrnu og gat síðan tryggt sínu liði sigurinn úr vítaspyrnu. Hún fór í slána en félagar hans björguðu honum síðar með því að skora sigurmarkið.

Hinn bersköllótti Butt átti erfitt uppdráttar framan af leik þegar sendingar hans fóru of sjaldan á samherja. Hann kom þó til og gat leyft sér að brosa í leikslok.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=KJyYL24VDWE






Fleiri fréttir

Sjá meira


×