Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 1. desember 2010 13:45 Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Nordic Photos/Getty Images Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia. Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia.
Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira