Einkunnirnar aldrei verið lægri 1. desember 2010 08:30 Seðlabanki Íslands Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst árið 1989 þegar ríkið óskaði eftir einkunn á víxla ríkissjóðs. Markadurinn/Arnþór Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð. Fréttir Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð.
Fréttir Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira