Fótbolti

Trapattoni tekur á sig launalækkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Írlands.
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Írlands. Nordic Photos / Getty Images
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Írlands, hefur samþykkt að taka á sig launalækkun vegna kreppunnar þar í landi.

Um er að ræða fimm prósenta launalækkun eða um 100 þúsund evrur á ári. Það samsvarar um 15,3 milljónum króna.

Þetta er árangur viðræðna sem áttu sér í stað í síðasta mánuði en eins og kunnugt er eiga Írar í miklum vandræðum þessa dagana vegna fjármálakreppunnar.

Þar að auki er írska knattspyrnusambandið sagt í slæmum málum og að skuldir þess nemi um 50 milljónum evra - um 7,7 milljörðum króna.

Fleiri úr starfsliði Trapattoni þurfa að taka á sig launalækkun og mun lækkunin nema um 160 þúsund evra í heildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×