Formúla 1

Yngsti meistarakandídatinn fljótastur

Sebastian Vettel fagnaði 23 ára afmælinu með Red Bulll liðinu í síðustu viku, en hann átti afmæli 8. júlí.
Sebastian Vettel fagnaði 23 ára afmælinu með Red Bulll liðinu í síðustu viku, en hann átti afmæli 8. júlí. Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á breyttri Silverstone braut í dag. Hann varð á undan heimamanninum Lewis Hamilton á McLaren. Vettel varð 23 ára þann 8. júlí. Ef vel gengur á árinu getur hann orðið yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en hann er í toppslagnum eftir sigur í síðustu keppni sem var í Valencia. Vettel var 0.334 sekúndum á undan Hamilton, en Robert Kubica á Renault varð 0.445 á eftir, þá kom Mark Webber á Red Bull 0.467 á eftir, Adrian Sutil á Force India 0.688 og Nico Rosberg á Williams var sekúndu á eftir. Rosberg kvartaði yfir því að nýir kantar við eina beygjusamstæðum væri alltof háir, en búið er að gera nokkrar breytinar á brautinni hér og þar, m.a. til að færa bílanna nær áhorfendastúkum. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×