Innlent

Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi

Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal.

Catalin var meðal annars fundin sek um að hafa gengið í skrokk á nágrannakonu sinni vopnuð ryksugusnúru. Catalina hafði verið að ryksuga ganginn í fjölbýlishúsi þar sem hún bjó þegar nágranni hennar kom til hennar og vegna brota á húsreglum.

Það endaði með því að Catalina vafði snúrunni um hnúana á sér og lamdi konuna. Nágranni þeirra og eiginmaður konunnar þurftu að beita sér af öllu afli til þess að ná Catalinu af konunni í kjölfarið.

Catalina var einnig fundi sek um að hafa haft milligöngu um vændi. Ein vændiskonan sakaði hana um mansal. Konan sakaði Catalinu meðal annars um að hafa hótað sér því að taka af henni vegabréfið hennar og beita áhrifum sínum til þess að þau yrðu rekin úr landi. Dómara þótti framburður konunnar ekki áreiðanlegur.

Meðal annars vegna þess að konan var íslenskur ríkisborgari og er uppalin hér á landi. Þá kom í ljós að konan hætti sem vændiskona hjá Catalinu í lok árs 2008 vegna ágreinings um launamál.

Þá var Catalina einnig dæmd fyrir að hrækja framan í lögregluþjón.

Catalina hefur áður fundin sek um fíkniefnainnflutning og að gera út vændi og var hún þá dæmd í þrjú og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×