Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi 19. mars 2010 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira