Viðskipti innlent

Eyrir Invest tapaði fjórðum milljörðum króna

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði rúmum 23,6 milljónum evra í fyrra. Þetta jafngildir fjórum milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist félagið um 8,8 milljónir evra í hittifyrra.

Tapið nú er að mestu tilkomið vegna niðurfærslu á bókfærðu verði hlutabréfa Eyris í Marel og Össuri vegna hlutafjárútboðs félaganna á lægra gengi en raunvirði.

Eyrir á 32 prósenta hlut í Marel og 19 prósent í Össuri.

Í tilkynningu frá Eyri Invest kemur fram að eigið fé hafi í lok síðasta árs numið 153 milljónum evra, jafnvirði 27,6 milljarða króna, og eiginfjárhlutfallið numið 38 prósentum.

Uppgjör Eyris Invest










Fleiri fréttir

Sjá meira


×