Innlent

Jón Gnarr hafnar Hönnu Birnu

Jón Gnarr vill ekki að Hanna Birna verði borgarstjóri eftir kosningarnar sem fara fram eftir viku.
Jón Gnarr vill ekki að Hanna Birna verði borgarstjóri eftir kosningarnar sem fara fram eftir viku. Mynd/Anton Brink
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hafnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna sem borgarstjóra. Þetta kemur fram í þætti Hrafns Gunnlaugssonar „Reykjavík - Hvað næst?" á sjónvarpsstöðinni ÍNN sem sýndur verður annað kvöld.

Þátturinn var tekinn upp í gær. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson bar lof á leiðtogahæfileika Hönnu Birnu og benti á nýlega skoðanakönnun MMR máli sínu til stuðnings en könnunin sýnda mikla ánægju Reykvíkinga með störf hennar sem borgarstjóra.

Jón Gnarr fórnaði þá höndum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ingva Hrafni Jónssyni sjónvarpsstjóra ÍNN, og sagði: „Nei, nei, nei. Það verður að koma eitthvað nýtt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×