Erlendur valinn besti unglingurinn og Ísland í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Erlendur Jóhannesson. Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet. Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira
Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet.
Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sjá meira