Eyjafjallajökull: Álag á starfsfólki Akureyrarflugvallar 9. maí 2010 18:59 Langar biðraðir mynduðust á Akureyrarflugvelli í dag. MYND/Eva Georgsdóttir Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga. Á annað þúsund flugfarþega hafa farið um flugvöllinn á Akureyri í nótt og í dag. Ekki er búist við að Keflavíkurflugvöllur opni aftur fyrr en seinni partinn á morgun. Margir farþegar hafa beðið eftir flugi á Akureyri í allan dag enda hefur verið mikið um seinkanir, bæði vegna mikillar flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem og raskana á flugvöllum í Evrópu. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa hjálpað til og gefið fólki kaffi og samlokur. Þá hafa margir fengið teppi auk þess sem borðum og stólum hefur verið komið fyrir víðsvegar sem og færanlegum plastkömrum. Umdæmsisstjóri ISAVIA á Norðurlandi segir farþega almennt skilningsríka en stækka þurfi flugvöllin á akureyri til að betur sé hægt að bregðast við aðstæðum sem þessum. En það hefur líka verið mikið að gera hjá flugumferðarstjórum. Met var slegið í flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í gær. Alls komu 758 flugvélar inn á svæðið til að sneiða hjá ösku í háloftunum. Að sjálfsögðu er það ekki bara hér á Íslandi sem flugasamgöngur eru í uppnámi. Þó nokkrum Flugvöllum á Portúgal, Spáni ,Suður-Frakkalnd, Sviss, Ítalíu, og Þýskaldandi var lokað í dag og búist er við lokunum í Tékklandi og Austurríki í kvöld. Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Innlent Fleiri fréttir Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga. Á annað þúsund flugfarþega hafa farið um flugvöllinn á Akureyri í nótt og í dag. Ekki er búist við að Keflavíkurflugvöllur opni aftur fyrr en seinni partinn á morgun. Margir farþegar hafa beðið eftir flugi á Akureyri í allan dag enda hefur verið mikið um seinkanir, bæði vegna mikillar flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem og raskana á flugvöllum í Evrópu. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa hjálpað til og gefið fólki kaffi og samlokur. Þá hafa margir fengið teppi auk þess sem borðum og stólum hefur verið komið fyrir víðsvegar sem og færanlegum plastkömrum. Umdæmsisstjóri ISAVIA á Norðurlandi segir farþega almennt skilningsríka en stækka þurfi flugvöllin á akureyri til að betur sé hægt að bregðast við aðstæðum sem þessum. En það hefur líka verið mikið að gera hjá flugumferðarstjórum. Met var slegið í flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í gær. Alls komu 758 flugvélar inn á svæðið til að sneiða hjá ösku í háloftunum. Að sjálfsögðu er það ekki bara hér á Íslandi sem flugasamgöngur eru í uppnámi. Þó nokkrum Flugvöllum á Portúgal, Spáni ,Suður-Frakkalnd, Sviss, Ítalíu, og Þýskaldandi var lokað í dag og búist er við lokunum í Tékklandi og Austurríki í kvöld.
Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Innlent Fleiri fréttir Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Sjá meira