Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2010 19:09 Flatey á Skjálfanda Mynd/GVA Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir.Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint þrjú svæði sem hugsanleg olíusvæði Íslands, Hatton-Rockall suðaustur af landinu, sem reyndar þrjú önnur ríki telja sig eiga rétt á, Drekann austur af landinu, sem er eina svæðið sem Íslendingar hafa sett í formlegt útboð, og loks er það Gammurinn, en svo er nefnt setlagasvæði út af Norðurlandi. Svæðið er út af Skjálfanda og Eyjafirði og reyndar óskaði erlent olíufélag fyrir um tuttugu árum um leyfi til að bora þar en fékk synjun frá íslenskum stjórnvöldum.Lengi hefur verið vitað um gasuppstreymi í Öxarfirði og ummerki á hafsbotni á Skjálfandaflóa benda einnig til þess að þar streymi upp gas. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sex þingmanna Sjálfstæðisflokks um að hafnar verði rannsóknir á því hvort þarna sé olía eða gas og nú hefur Orkustofnun birt skýrslu sem tveir sérfræðingar Íslenskra orkurannsókna, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, gerðu að hennar beiðni.Þeir Bjarni og Karl leggja til í skýrslu sinni sem næsta skref að tekin verði sýni úr setlögum á hafsbotni á sex stöðum á Skjálfanda og einum stað úti fyrir Eyjafirði. Rannsakað verði hvort sýnin geymi ummerki um gasuppstreymi, og hvort um sé að ræðaa olíugas. Út frá þeim niðurstöðum verði síðan lagt mat á hvort líkur séu á þarna finnist olíu- eða gaslindir. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir.Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint þrjú svæði sem hugsanleg olíusvæði Íslands, Hatton-Rockall suðaustur af landinu, sem reyndar þrjú önnur ríki telja sig eiga rétt á, Drekann austur af landinu, sem er eina svæðið sem Íslendingar hafa sett í formlegt útboð, og loks er það Gammurinn, en svo er nefnt setlagasvæði út af Norðurlandi. Svæðið er út af Skjálfanda og Eyjafirði og reyndar óskaði erlent olíufélag fyrir um tuttugu árum um leyfi til að bora þar en fékk synjun frá íslenskum stjórnvöldum.Lengi hefur verið vitað um gasuppstreymi í Öxarfirði og ummerki á hafsbotni á Skjálfandaflóa benda einnig til þess að þar streymi upp gas. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sex þingmanna Sjálfstæðisflokks um að hafnar verði rannsóknir á því hvort þarna sé olía eða gas og nú hefur Orkustofnun birt skýrslu sem tveir sérfræðingar Íslenskra orkurannsókna, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, gerðu að hennar beiðni.Þeir Bjarni og Karl leggja til í skýrslu sinni sem næsta skref að tekin verði sýni úr setlögum á hafsbotni á sex stöðum á Skjálfanda og einum stað úti fyrir Eyjafirði. Rannsakað verði hvort sýnin geymi ummerki um gasuppstreymi, og hvort um sé að ræðaa olíugas. Út frá þeim niðurstöðum verði síðan lagt mat á hvort líkur séu á þarna finnist olíu- eða gaslindir.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira