Erlent

Tiger hyggst iðrast opinberlega

Óli Tynes skrifar
Tiger kona og börn þegar betur lét.
Tiger kona og börn þegar betur lét.

Aðstoðarmenn kylfingsins Tigers Wood segja að hann ætli að biðjast opinberlega afsökunar á framhjáhaldi sínu og ræða framtíð sína á fundi með nokkrum vinum og samstarfsmönnum.

Blaðamönnum verður leyft að sitja þann fund og hlýða á það sem fram fer. Þeir fá hinsvegar ekki að bera fram neinar spurningar.

Mark Steinberger umboðsmaður Woods segir að þótt hann telji að málið sé fyrst og fremst milli sín og konu sinnar geri hann sér grein fyrir að hann hafi einnig brugðist aðdáendum sínum.

Fundurinn verður haldinn á morgun.

Woods sem er þrjátíu og fjögurra ára gamall hefur ekki tekið þátt í neinni golfkeppni síðan framhjáhald hans komst í hámæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×