Hringmyrkvar verða þegar tunglið og sólin liggja í beinni línu en „sýndarstærð tunglsins er minni en sólar,“ eins og það er orðað á Vísindavefnum. Sólin er þá sýnileg sem bjartur hringur kringum dökkt tunglið.
Síðast sást hringmyrkvi hér á Íslandi árið 2003 og mun það ekki gerast aftur fyrr en árið 2048.
Nánar tiltekið var hringmyrkvinn í gær sýnilegur í Síle, Argentínu og á Páskaeyju. Þar komu margir saman til að fylgjast með sjónarspilinu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá AP fréttaveitunni.