Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea 23. desember 2010 19:19 Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira