Sigþór Sigurðsson: Um vegatolla Sigþór Sigurðsson skrifar 10. apríl 2010 09:46 Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun