Íslenski boltinn

Willum Þór: Eitt stig er betra en ekkert

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Valli
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með stigið sem lið hans fékk eftir að hafa jafnað á síðustu stundu gegn nýliðum Hauka á Njarðtaksvelli í kvöld, en leikurinn endaði 1-1.

„Víst að við jöfnuðum á elleftu stundu þá er ég sáttur. Stig er betra en ekkert en við áttum að fá meira úr þessum leik. Við gleymum okkur eitt augnablik í seinni hálfleik og það setti okkur úr laginu," sagði Willum

„Við börðumst allan leikinn, sköpuðum okkur góð færi til að vinna leikinn og höfðum betur í leiknum. Það er gjarnan þannig með lið í neðri hlutanum að þeir reyna að hanga á stigunum leggjast til baka og við herjuðum á þá og náðum fram stiginu."

Afar erfiðar aðstæður voru á Njarðtaksvelli, mikið rok og rigning sem gerði leikmönnum erfitt fyrir oft.

„Ég verð að hrósa báðum liðum, menn reyndu að spila boltanum meðfram jörðinni og búa til færslur og það gekk ágætlega," sagði Willum.

Ómar Jóhannsson var tekinn í ástandsskoðun stuttu fyrir leik og var svo látinn spila leikinn en hann hefur verið meiddur síðastliðna leiki.

„Hver dagur vinnur með okkur þar, vonandi slær þessi leikur hann ekki út. Það er gott að fá hann inn og hann stóð sig vel," Sagði Willum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×