Erlent

Tæplega 340 manns létust í troðningi

Frá Phnom Penh í dag. Mynd/AFP
Frá Phnom Penh í dag. Mynd/AFP
Að minnsta kosti 339 manns létust í troðningi á brú í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, í dag. Milljónir manna voru á götum borgarinnar að fagna vatnahátíð, sem er árlegur viðburður í borginni.

Hundruð manna slösuðust í troðningnum. Lík þeirra sem létust voru lögð nálægt brú sem tengir Phnom Penh við litla eyju í nágrenninu. Þeir sem létust voru að horfa á bátakeppni, sem er einn af aðalviðburðum hátíðarinnar.

Hátíðin er haldin árlega, eins og fyrr segir, en með henni er því fagnað að straumurinn á milli ánna Mekong og Tonle Sap snýst við. Heimamenn fagna því sem áin hefur gefið, svo sem frjósömu landi og miklum fiski.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×