Erlent

Vongóðir um námumenn

Óli Tynes skrifar
Náman þar sem slysið varð.
Náman þar sem slysið varð.

Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir góðar líkur á því að námumennirnir 29 sem lokuðust niðri í námu sinni á föstudag, séu enn á lífi. John Key segir að sér hafi verið tjáð að nóg loft sé að finna í námunni og vonast sé til að námumennirnir hafi fundið sér stað þar sem þeir geta hafst við þartil þeim verður bjargað.

Þegar sprengingin varð á föstudag voru mennirnir á 150 metra dýpi tvo og hálfan kílómetra inni í námunni. Hætta á annarri sprengingu hefur tafið björgunarstarfið og er nú talað um að senda einhverskonar róbota inn í námuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×