Viðskipti innlent

Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við

Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að almennt gildi sú regla að Seðlabanka Íslands sé óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hefur til umfjöllunar.



Tilkynningin í heild sinni:

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um ofangreinda sölu vill Seðlabanki Íslands koma því á framfæri að hann hefur verið upplýstur um að kaupendahópur sem gert hafði tilboð í hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hafi ákveðið að hætta þátttöku sinni í söluferli félagsins.

Staðfest er að ekki var mögulegt að taka afstöðu til sölunnar á Sjóvá fyrir 22. október s.l., sem var frestur sem kaupendahópurinn gaf seljanda. Áður en fresturinn rann út var lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðlabanka Íslands. Almennt gildir sú regla að Seðlabanka Íslands er óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hefur til umfjöllunar. Því getur Seðlabankinn að svo stöddu ekki tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita svar fyrir ofangreindan tímafrest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×