Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Valur Grettisson skrifar 22. nóvember 2010 12:06 Magasin du Nord. Birgir fékk lánið út á andlitið eitt. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins. Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins.
Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24