Össur bað íranskri konu griða Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. september 2010 09:57 Össur Skarphéðinsson bað konunni griða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Mynd/ afp. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skoraði í gærkvöldi í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á Ahmedinejad forseta Írans að þyrma lífi Sakineh Ashtiani, konunnar sem írönsk stjórnvöld dæmdu til að verða grýtt til dauða. Össur lýsti í ræðu sinni yfir að barátta fyrir réttindum kvenna á alþjóðavettvangi væri forgangsmál í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Ísland hefði barist fyrir stofnun sérstakrar kvennastofnunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og fyrir því að konur fengju aukin áhrif í friðarviðræðum á átakasvæðum. Í ljósi þessara áherslna Íslendinga tækju þeir því með sorg í hjarta að írönsk stjórnvöld hefðu dæmt Ashtiani til að verða grýtt til dauða. „Ahmedinejad forseti, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar bið ég þig um að þyrma Ashtiani," sagði utanríkisráðherra í ræðu sinni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneyti hans. Mótmælti því að íslenskir sjálfboðaliðar væru hindraðir við störf Össur mótmælti líka harðlega því framferði Ísraelsmanna að hindra að íslenskir sjálfboðaliðar kæmust til Gaza til að setja gervifætur frá fyrirtækinu Össuri á limlesta Palestínumenn í Gaza, sem misst hafa fætur vegna átaka við Ísrael. „Þetta er ómannúðlegt, og óréttlæti," sagði ráðherrann, og skoraði á Ísraelsmenn að láta af hindrunum sínum gegn því að neyðaraðstoð, Íslendinga og annarra, bærist nauðstöddum íbúum Gaza. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skoraði í gærkvöldi í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á Ahmedinejad forseta Írans að þyrma lífi Sakineh Ashtiani, konunnar sem írönsk stjórnvöld dæmdu til að verða grýtt til dauða. Össur lýsti í ræðu sinni yfir að barátta fyrir réttindum kvenna á alþjóðavettvangi væri forgangsmál í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Ísland hefði barist fyrir stofnun sérstakrar kvennastofnunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og fyrir því að konur fengju aukin áhrif í friðarviðræðum á átakasvæðum. Í ljósi þessara áherslna Íslendinga tækju þeir því með sorg í hjarta að írönsk stjórnvöld hefðu dæmt Ashtiani til að verða grýtt til dauða. „Ahmedinejad forseti, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar bið ég þig um að þyrma Ashtiani," sagði utanríkisráðherra í ræðu sinni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneyti hans. Mótmælti því að íslenskir sjálfboðaliðar væru hindraðir við störf Össur mótmælti líka harðlega því framferði Ísraelsmanna að hindra að íslenskir sjálfboðaliðar kæmust til Gaza til að setja gervifætur frá fyrirtækinu Össuri á limlesta Palestínumenn í Gaza, sem misst hafa fætur vegna átaka við Ísrael. „Þetta er ómannúðlegt, og óréttlæti," sagði ráðherrann, og skoraði á Ísraelsmenn að láta af hindrunum sínum gegn því að neyðaraðstoð, Íslendinga og annarra, bærist nauðstöddum íbúum Gaza.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira