Áframhaldandi rannsókn á kristniboða ólíkleg 21. september 2010 06:15 Alls hafa komið upp sex mál síðan nefnd um málefni kynferðisbrota innan kirkjunnar var stofnuð fyrir ellefu árum. Samtökum íslenskra kristniboða (SÍK) bárust ásakanir frá þremur einstaklingum um kynferðislega áreitni á hendur presti sem starfað hefur hjá þeim. Ásakanirnar bárust hinn 23. ágúst síðastliðinn og var fagráði Þjóðkirkjunnar um kynferðismál tilkynnt um atvikin strax daginn eftir. Biskupsstofa staðfestir það. Presturinn játaði brot sín, sem áttu sér stað fyrir 25 árum, í síðustu viku og flúði í kjölfarið til Noregs. Hann starfaði lengi í kristniboði í Eþíópíu og hefur erlendum samstarfsaðilum SÍK verið tilkynnt um málið. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, telur óvíst að áframhaldandi rannsókn muni fara fram á erlendri grund en segir samstarfshreyfingu SÍK í Noregi vinna að endurbótum varðandi almennar verklagsreglur og að fylgst sé náið með því hér á landi. Aðspurður hvort standi til að draga manninn til refsingar innan samtakanna, þrátt fyrir að málin séu fyrnd að lögum, segir Ragnar að allt sem hægt sé að gera í málinu hafi verið gert. „Hann er dreginn út úr öllu starfi hjá okkur og samstarfsaðilum okkar. Og hann mun ekki starfa frekar hjá okkur. Hvað getum við gert meira?“ Ragnar segist ekki vita til þess að önnur mál sem þessi hafi komið upp innan samtakanna. Biskupsstofa staðfestir ásakanirnar og játningar prestsins. Hann muni sökum þessa ekki gegna störfum sem prestur né koma á nokkurn hátt fram á vegum þjóðkirkjunnar. - sv Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Samtökum íslenskra kristniboða (SÍK) bárust ásakanir frá þremur einstaklingum um kynferðislega áreitni á hendur presti sem starfað hefur hjá þeim. Ásakanirnar bárust hinn 23. ágúst síðastliðinn og var fagráði Þjóðkirkjunnar um kynferðismál tilkynnt um atvikin strax daginn eftir. Biskupsstofa staðfestir það. Presturinn játaði brot sín, sem áttu sér stað fyrir 25 árum, í síðustu viku og flúði í kjölfarið til Noregs. Hann starfaði lengi í kristniboði í Eþíópíu og hefur erlendum samstarfsaðilum SÍK verið tilkynnt um málið. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, telur óvíst að áframhaldandi rannsókn muni fara fram á erlendri grund en segir samstarfshreyfingu SÍK í Noregi vinna að endurbótum varðandi almennar verklagsreglur og að fylgst sé náið með því hér á landi. Aðspurður hvort standi til að draga manninn til refsingar innan samtakanna, þrátt fyrir að málin séu fyrnd að lögum, segir Ragnar að allt sem hægt sé að gera í málinu hafi verið gert. „Hann er dreginn út úr öllu starfi hjá okkur og samstarfsaðilum okkar. Og hann mun ekki starfa frekar hjá okkur. Hvað getum við gert meira?“ Ragnar segist ekki vita til þess að önnur mál sem þessi hafi komið upp innan samtakanna. Biskupsstofa staðfestir ásakanirnar og játningar prestsins. Hann muni sökum þessa ekki gegna störfum sem prestur né koma á nokkurn hátt fram á vegum þjóðkirkjunnar. - sv
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira