Örvar endaði hringinn á sex fuglum í röð og jafnaði vallarmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 18:35 Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar. Mynd/Valur/Heimasíða GKB Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi. Örvar var með átta fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla á þessum magnaða hring þar sem hann byrjaði og endaði vel en átti síðan skelfilegan millikafla. Örvar var kominn tvö högg undir par eftir fyrstu sex holurnar en tapaði síðan fimm höggum á holum sjö til ellefu. Hann hristi það hinsvegar af sér, paraði tólftu holuna og endaði hringinn síðan á því að fá sex fugla í röð. Örvar er einn högglengsti kylfingur landsins en hann hefur verið sveiflukenndur á mótinu en náði því að fá fjóra fugla í röð á holum þrjú til sex á fyrsta deginum. „Þetta var hreint útrúlegt og ég hef aldrei áður upplifað annað eins. Ég var á parinu eftir tíundu holu, en lék 11. holu á 3 höggum yfir pari. Ég var ekki par ánægður með það og ákvað þá að setja í annan gír og það gekk allt upp - sex fuglar í röð, á 12., 13., 14., 15., 16., 17. og 18. holu," sagði Örvar í viðtali á heimsíðu GKB. „Eftir þennan hring er það bara verðlaunasæti sem ég stefni að, það er ekki nokkur spurning. Þetta er besta skorið mitt á alvöru 18 holu velli, ég á 67 högg á Dalvíkurvelli en hann er ekkert í líkingu við þennan völl. Ég verð nú bara að segja að þessi völlur er frábær. Hann er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut og svo spilar vindurinn líka stóra rullu þegar hann blæs. Það er líka hægt að skora vel ef maður er vel á boltanum eins og ég var á lokaholunum," sagði Örvar í viðtalinu á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi. Örvar var með átta fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla á þessum magnaða hring þar sem hann byrjaði og endaði vel en átti síðan skelfilegan millikafla. Örvar var kominn tvö högg undir par eftir fyrstu sex holurnar en tapaði síðan fimm höggum á holum sjö til ellefu. Hann hristi það hinsvegar af sér, paraði tólftu holuna og endaði hringinn síðan á því að fá sex fugla í röð. Örvar er einn högglengsti kylfingur landsins en hann hefur verið sveiflukenndur á mótinu en náði því að fá fjóra fugla í röð á holum þrjú til sex á fyrsta deginum. „Þetta var hreint útrúlegt og ég hef aldrei áður upplifað annað eins. Ég var á parinu eftir tíundu holu, en lék 11. holu á 3 höggum yfir pari. Ég var ekki par ánægður með það og ákvað þá að setja í annan gír og það gekk allt upp - sex fuglar í röð, á 12., 13., 14., 15., 16., 17. og 18. holu," sagði Örvar í viðtali á heimsíðu GKB. „Eftir þennan hring er það bara verðlaunasæti sem ég stefni að, það er ekki nokkur spurning. Þetta er besta skorið mitt á alvöru 18 holu velli, ég á 67 högg á Dalvíkurvelli en hann er ekkert í líkingu við þennan völl. Ég verð nú bara að segja að þessi völlur er frábær. Hann er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut og svo spilar vindurinn líka stóra rullu þegar hann blæs. Það er líka hægt að skora vel ef maður er vel á boltanum eins og ég var á lokaholunum," sagði Örvar í viðtalinu á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira