Veruleg vandræði Valdísar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 09:30 Valdís á vellinum í gær. Mynd/Valur Jónatansson Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira