Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 20:30 Sigmundur Einar Másson fagnar fuglinum sínum á 18. holunni í dag. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira