Hrafn Kristjánsson: Ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 17:00 Hrafn Kristjánsson, nýr þjálfari karlaliðs KR. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira