Fótbolti

Silvio Berlusconi heimtar að AC Milan spili með tvo framherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Silvio Berlusconi mætti á fundinn í þyrlu.
Silvio Berlusconi mætti á fundinn í þyrlu. Mynd/AP
Silvio Berlusconi hefur gefið nýjum þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri, skýr fyrirmæli um hvernig leikaðferð liðið eigi að spila á næsta tímabili. Berlusconi hefur nefnilega heimtað að liðið muni spila með tvo framherja á næsta tímabili.

Berlusconi er forsætisráðherra Ítala og eigandi AC Milan og hann tók gjörsamlega yfir blaðamannafundinn eftir fyrsta æfingadag nýja tímabilsins í gær. Hann svaraði flest öllum spurningum sjálfur og fór síðan að tala um leikaðferðir liðsins.

„Við viljum ekki sjá bara einn leikmann upp á toppi. Þú verður að skora til að vinna leiki og til þess að eiga möguleika á því þá verða að vera tveir leikmenn nálægt markinu," sagði Berlusconi.

„Ég met Leonardo mikils en ég var mjög ósammála því hvernig hann stillti upp liðinu. Ronaldinho verður líka að spila fyrir aftan framherjana," sagði hinn 73 ára gamli Silvio Berlusconi sem mætti á staðinn með þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×