Hannes reyndi að verjast árásinni 20. ágúst 2010 14:05 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, og Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglumaður. Mynd/ Anton. Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira