Stangast á við ákvæði EES-samningsins 20. ágúst 2010 19:03 Ein stærsta lögmannsstofa landsins telur að bann við gengistryggingu lána í íslenskri mynt sé í andstöðu við ákvæði EES-samningsins, að því er fram kemur í minnisblaði sem stofan vann fyrir fjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn tveimur skuldurum sem voru með gengistryggð lán, dóms sem síðar var áfrýjað og var síðan staðfestur af Hæstarétti, óskaði Lýsing eftir áliti lögmannsstofunnar Logos á því hvort 6. kafli laganna um vexti og verðtryggingu samrýmdist skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Í dóminum var sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu 13. og 14. laga um vexti og verðtryggingu hefðu að geyma tæmandi talningu á heimildum til verðtryggingar. Binding lánsfjárhæðar við dagsgengi erlendra gjaldmiðla teldist verðtrygging í skilningi í laganna og því væri hún óheimil þar sem hennar væri ekki getið í lögunum. Í minnisblaði Logos segir að með túlkun héraðsdóms sé í raun komist að þeirri niðurstöðu að lánveitanda sem vilji lána í erlendum myntum hér á landi sé óheimilt að gengisbreyta láninu áður en það er greitt út og innheimta það í íslenskri mynt. Því sé í raun verið að leggja kostnað og fyrirhöfn á lántaka fyrir það eitt að taka erlent lán. Með því sé veiting erlendra lána gerð erfiðari og minna aðlaðandi fyrir lánveitendur og það sé öllum líkindum brot á 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.Hefur ekki fengið vægi í umræðunni Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að í málinu lægi ekki fyrir neitt álit EFTA-dómstólsins enda hefði ekki verið lögð fram krafa um ráðgefandi álit dómstólsins. Því hefði þetta sjónarmið ekki fengið neitt vægi í umræðunni. Stefán Már sagði jafnframt að ef EFTA-dómstóllinn hefði í ráðgefandi áliti komist að þeirri niðurstöðu að þessi túlkun á vaxtalögunum, þ.e. bann við gengistryggingu, teldist hindrun á frjálsu flæði fjármagns þá hefðu íslenskir dómstólar eflaust tekið tillit til þess í dómsniðurstöðum sínum. Hins vegar fengist ekki svar við því þar sem aldrei hefði verið byggt á þeim lagarökum fyrir dómi. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ein stærsta lögmannsstofa landsins telur að bann við gengistryggingu lána í íslenskri mynt sé í andstöðu við ákvæði EES-samningsins, að því er fram kemur í minnisblaði sem stofan vann fyrir fjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn tveimur skuldurum sem voru með gengistryggð lán, dóms sem síðar var áfrýjað og var síðan staðfestur af Hæstarétti, óskaði Lýsing eftir áliti lögmannsstofunnar Logos á því hvort 6. kafli laganna um vexti og verðtryggingu samrýmdist skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Í dóminum var sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu 13. og 14. laga um vexti og verðtryggingu hefðu að geyma tæmandi talningu á heimildum til verðtryggingar. Binding lánsfjárhæðar við dagsgengi erlendra gjaldmiðla teldist verðtrygging í skilningi í laganna og því væri hún óheimil þar sem hennar væri ekki getið í lögunum. Í minnisblaði Logos segir að með túlkun héraðsdóms sé í raun komist að þeirri niðurstöðu að lánveitanda sem vilji lána í erlendum myntum hér á landi sé óheimilt að gengisbreyta láninu áður en það er greitt út og innheimta það í íslenskri mynt. Því sé í raun verið að leggja kostnað og fyrirhöfn á lántaka fyrir það eitt að taka erlent lán. Með því sé veiting erlendra lána gerð erfiðari og minna aðlaðandi fyrir lánveitendur og það sé öllum líkindum brot á 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.Hefur ekki fengið vægi í umræðunni Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að í málinu lægi ekki fyrir neitt álit EFTA-dómstólsins enda hefði ekki verið lögð fram krafa um ráðgefandi álit dómstólsins. Því hefði þetta sjónarmið ekki fengið neitt vægi í umræðunni. Stefán Már sagði jafnframt að ef EFTA-dómstóllinn hefði í ráðgefandi áliti komist að þeirri niðurstöðu að þessi túlkun á vaxtalögunum, þ.e. bann við gengistryggingu, teldist hindrun á frjálsu flæði fjármagns þá hefðu íslenskir dómstólar eflaust tekið tillit til þess í dómsniðurstöðum sínum. Hins vegar fengist ekki svar við því þar sem aldrei hefði verið byggt á þeim lagarökum fyrir dómi.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira