Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2010 18:34 Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira