Innlent

Jón Gnarr þakkaði stuðningsmönnum sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr var hylltur af stuðningsmönnum sínum í Iðusölum í kvöld.
Jón Gnarr var hylltur af stuðningsmönnum sínum í Iðusölum í kvöld.
„Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að reyna að gera eitthvað gott og uppbyggilegt með það sem ég hef verið að gera," sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, þegar að hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku Besta flokksins í Iðusölum í kvöld.

Jón Gnarr sagði að það væri gaman að sjá mikið af glöðu og fallegu fólki saman komnu á kosningavökunni. „Mig langar alveg rosalega að þakka öllum sem að eru búnir að gera þetta mögulegt með því að baka kökur, skúra, hringja allskonar leiðinleg símtöl," sagði Jón. Hann sagðist jafnframt vilja þakka öllum þeim sem hefðu mætt fyrir sína hönd á „möppumessur".

Samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík er Besti flokkurinn með sex manns kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn með fimm manns og Samfylkingin með fjóra.










Tengdar fréttir

Áfall fyrir Sóleyju Tómasdóttur

Þetta er mjög skrýtið og ég efast um að þetta sé satt, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík. Hún var spurð um niðurstöðu VG í kosningunum í umræðum oddvita framboðanna í Reykjavík sem fram fóru á RÚV um tólfleytið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×