Saka Guðmund um einelti og hroka 28. júní 2010 04:00 Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður götusmiðjunnar. Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira