Elías Snorrason úr KFR og Hekla Helgadóttir úr Þórshamar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kata í Hagaskóla í dag. Elías var að vinna sinn fyrsta titil en Hekla vann þriðja árið í röð.
Elías Snorrason vann Magnús Kr. Eyjólfsson úr Breiðabliki í úrslitum karla en í 3. sæti urðu Tómas Lee Róbertsson úr Þórshamar og Kristján Helgi Carrasco úr Aftureldingu.
Hekla Helgadóttir vann Aðalheiði Rósu Harðardóttur frá Akranesi í úrslitum kvenna en í 3. sæti urðu Kristín Magnúsdóttir úr Breiðabliki og Diljá Guðmundsdóttir úr Þórshamar.
Í sveitakeppni kvenna varð Hekla einnig sigurvegari með sveit Þórshamars ásamt Eddu L. Blöndal og Diljá Guðmundsdóttur.
Í sveitakeppni karla vann lið Þórshamars en í liðinu voru Tómas Lee Róbertsson, Bjarki Mohrmann og Davíð Örn Halldórsson.
Elías og Hekla urðu Íslandsmeistarar í Kata
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
