Virgin liðið prófar belgískan ökumann 20. september 2010 16:18 Lucas di Grassi á Virgin bílnum. Mynd: Getty Images Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira