Mannréttindi tryggð Eygló Harðardóttir skrifar 20. september 2010 06:00 Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun