Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum.
Í bresku slúðurblaðinu The Sun er því haldið fram að Tiger sé staddur í Höfðaborg í Suður-Afríku. Það sem meira er þá eru orðrómar um að hann sé þar til þess að fá meðferð vegna meintrar kynlífsfíknar.
Eiginkona Tigers, Elin Nordegren, er flutt frá kappanum og á að hafa tjáð vinum að hún myndi skilja við kappann ef hann færi ekki í meðferð vegna kynlífsfíknarinnar.