Enski boltinn

Hughes á leið til Tyrklands?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordic Photos / Getty Images

Mark Hughes er sagður efstur á óskalista tyrkneska knattspyrnusambandsins um að taka við þjálfun landsliðs þess.

Hinn skrautlegi Fatih Terim hætti sem landsliðsþjálfari eftir að liðinu mistókst að komast á HM í Suður-Afríku sem haldið verður þar í sumar.

Einnig er talið að Tyrkir vilji að Tugay verði aðstoðarmaður hans en þeir unnu saman hjá Manchester City, þar sem Hughes var stjóri þar til nýlega. Tugay er enn mikil þjóðhetja í Tyrklandi eftir glæsilegan feril.

Tyrkir hafa áður reynt að fá þá Giovanni Trappatoni, Guus Hiddink og Luiz Felipe Scolari til að taka við landsliðsþjálfarastarfinu en án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×