Formúla 1

Alonso lætur ekki að sér hæða

Fernando Alonso ekur meðfram listisnekkjunum í Mónakó í dag. Hann var fljótastur á báðum æfingum dagsins.
Fernando Alonso ekur meðfram listisnekkjunum í Mónakó í dag. Hann var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso kann vel við sig á götum furstadæmisins í Mónakó. Hann náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í dag, en Nico Rosberg á Mercedes varð í öðru sæti á Mercedes. Sebastian Vettel á Red Bull náði þriðja sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Undir lok æfingarinnar fór að kræla á regndropum, en það háði ökumönnum lítið. Michael Schumacher á Mercedes og Robert Kubica á Renault voru aftur meðal þeirra fljótustu í fimmta og sjötta sæti, en Lewis Hamilton á McLaren varð sjöundi. Fljótastur bíla sem telja má í hægfara deildinni ef svo má segja var Heikki Kovalainen á Lotus. Hann var 3.280 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Tímarnir í dag 1. Alonso Ferrari 1:14.904 36 2. Rosberg Mercedes 1:15.013 + 0.109 39 3. Vettel Red Bull-Renault 1:15.099 + 0.195 47 4. Massa Ferrari 1:15.120 + 0.216 44 5. Schumacher Mercedes 1:15.143 + 0.239 38 6. Kubica Renault 1:15.192 + 0.288 38 7. Hamilton McLaren-Mercedes 1:15.249 + 0.345 32 8. Sutil Force India-Mercedes 1:15.460 + 0.556 42 9. Button McLaren-Mercedes 1:15.619 + 0.715 37 10. Webber Red Bull-Renault 1:15.620 + 0.716 28 11. Petrov Renault 1:15.746 + 0.842 44 12. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1:16.276 + 1.372 46 13. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:16.348 + 1.444 48 14. Barrichello Williams-Cosworth 1:16.522 + 1.618 37 15. Liuzzi Force India-Mercedes 1:16.528 + 1.624 42 16. de la Rosa Sauber-Ferrari 1:16.599 + 1.695 36 17. Kobayashi Sauber-Ferrari 1:16.818 + 1.914 45 18. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1:17.023 + 2.119 28 19. Kovalainen Lotus-Cosworth 1:18.184 + 3.280 47 20. di Grassi Virgin-Cosworth 1:18.478 + 3.574 38 21. Trulli Lotus-Cosworth 1:18.667 + 3.763 13 22. Glock Virgin-Cosworth 1:18.721 + 3.817 41 23. Chandhok HRT-Cosworth 1:20.313 + 5.409 35 24. Senna HRT-Cosworth 1:22.148 + 7.244 11



Fleiri fréttir

Sjá meira


×