Fótbolti

Jafntefli hjá heimsmeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Ítalíu og Sviss í gær.
Úr leik Ítalíu og Sviss í gær. Nordic Photos / AFP
Ítalía gerði jafntefli við Sviss, 1-1, í lokaæfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku þar sem liðið á titil að verja.

Bæði mörkin komu á fyrsta stundarfjórðungnum en Gökhan Inler, leikmaður Udinese á Ítalíu, kom Sviss yfir strax á tíundu mínútu.

En aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ítalía með marki Fabio Quagliarella.

Sviss þótti sterkari aðilinn í leiknum en Ítalir eru þó ef til vill ánægðir með að úrslit leiksins voru á þennan veg.

Þetta var nefnilega í þriðja skiptið í röð sem þessi lið gera 1-1 jafntefli skömmu fyrir HM. Það gerðist fyrst árið 1982 og svo aftur 2006 en Ítalía varð heimsmeistari í kjölfarið í bæði skiptin.

Úrslit vináttuleikja í gærkvöldi:

Sviss - Ítalía 1-1

1-0 Gökhlan Inler (10.)

1-1 Fabio Quagliarella (14.)

Serbía - Kamerún 4-3

0-1 Pierre Webo (5.)

1-1 Milos Krasic (16.)

1-2 Pierre Webo (20.)

2-2 Dejan Stankovic (25.)

3-2 Nenad Milijas, víti (44.)

4-2 Marko Pantelic (45.)

4-3 Eric Maxim Choupo-Moting (67.)

Rúmenía - Hondúras 3-0

1-0 Daniel Niculae (19.)

2-0 Gheorghe Florescu (45.)

3-0 Mirel Radoi (76.)

Alsír - Sameinuðu arabísku furstadæmin 1-0

1-0 Karim Ziani, víti (51.)

Slóvakía - Kostaríka 3-0

1-0 Douglas Sequeira, sjálfsmark (17.)

2-0 Robert Vittek (47.)

3-0 Stanislav Sestak, víti (87.)

Gana - Lettland 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×