Íslenski boltinn

Auðun Helgason: Okkar besti leikur í sumar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltalín.
Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltalín. Mynd/Vilhelm
„Þetta er okkar besti leikur í sumar og það er margt jákvætt en við erum að klikka á mikilvægum stundum í leiknum. Við erum ekki klárir á ögurstundum og það er það sem skilur á milli liðanna í dag," sagði Auðun Helgason, leikmaður Grindavík, eftir 1-2 tap liðsins gegn Eyjamönnum en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Grindvíkingar misstu Jóhann Helgason af velli eftir klukkutímaleik og viðurkennir Auðun að það hafi reynst liðinu ansi erfitt að vera einum manni færri.

„Þetta var erfitt, ég verð að viðurkenna það. Þetta sest í menn og þá aðalega andlega en við erum mannlegir og þeir sem hafa kjark og þor þeir snúa þessu við. Ég er fullviss um að við gerum það," sagði Auðun.

„Nú er það bara næsti leikur, það er bara alltaf þannig. Við verðum að griða okkur í brók og það er nóg af tækifærum til þess. Við áttum skora fleiri mörk en þegar að þetta er allt stöngin út þá skorum við ekki, það verður víst að vera stönginn inn," sagði Auðun svekktur í leikslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×