Innlent

Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon sagði að skuldabaggar fyrirtækja væru atvinnulífinu erfið.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að skuldabaggar fyrirtækja væru atvinnulífinu erfið.
Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

„Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað," sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað," sagði Steingrímur.

Þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, töldu hins vegar að margt annað stæði atvinnulífinu fyrir þrifum. Telja þeir að skýringanna ekki síst að leita hjá ríkisstjórninni sjálfri. „Það er nánast verið að vinna kerfisbundið gegn öllum þeim tækifærum sem voru til staðar," sagði Sigmundur Davíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×