Tiger Woods hefur staðfest að hann ætli sér að spila á opna breska meistaramótinu í golfi þó svo hann sé að glíma við hálsmeiðsli. Meiðslin urðu þess valdandi að hann varð að hætta keppni á Players-meistaramótinu fyrir tíu dögum síðan.
„Ég þarf að vinna í að fá mig góðan af þessum meiðslum og ég sný aftur þegar heilsan leyfir," sagði Woods í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.
Woods hefur einnig staðfest á síðunni að hann ætli sér að taka þátt á opna breska sem hefst þann 15. júlí næstkomandi.
Woods stefnir á að verða fyrsti kylfingurinn sem vinnur það mót í þrígang. Hann vann mótið árin 2000 og 2005.