Fótbolti

James: Veit ekki hver er aðalmarkvörður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enski markvörðurinn David James segist ekki hafa hugmynd um hver sér aðalmarkvörður enska landsliðsins en James er einn af þremur markvörðum í enska landsliðshópnum.

James hefur verið varamarkvörður á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum. Árið 2002 var hann varaskeifa David Seaman og James fylgdist síðan með Paul Robinson í markinu árið 2006.

James er nú orðinn 39 ára gamall og hann viðurkennir fúslega að það sé erfitt að sitja alltaf á bekknum á HM.

„Auðvitað er erfitt að fara á HM og spila ekki. Það var verra í fyrsta skiptið. Ég vissi ekki hvort ég var númer tvö eða þrjú árið 2002. Á endanum kom í ljós að ég var þriðji markvörður sem var erfitt að sætta sig við," sagði James.

„Að þessu sinni hef ég ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni. Herra Capello er ekki að gefa mikið upp. Ég er aftur á móti í frábæru formi og ánægður með sjálfan mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×